Fara í efni

Volkswagen Touran - væntanlegur í maí

Í maí bætist Touran í hóp nýrra bifreiða frá Volkswagen. Þessi fjölnotbifreið var sýnd almenningi í er nú frumkynnt á bílasýningunni í Genf. Bifreiðin er hlaðin öryggis- og þægindabúnaði, þar á meðal sex öryggisloftpúðum, virkum öryggishöfuðpúðum á framsætum, ESP stöðugleikabúnaði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspilara.Í maí bætist Touran í hóp nýrra bifreiða frá Volkswagen. Þessi fjölnotbifreið var sýnd almenningi í er nú frumkynnt á bílasýningunni í Genf. Bifreiðin er hlaðin öryggis- og þægindabúnaði, þar á meðal sex öryggisloftpúðum, virkum öryggishöfuðpúðum á framsætum, ESP stöðugleikabúnaði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspilara.Í maí bætist Touran í hóp nýrra bifreiða frá Volkswagen. Þessi fjölnotbifreið var sýnd almenningi í er nú frumkynnt á bílasýningunni í Genf. Bifreiðin er hlaðin öryggis- og þægindabúnaði, þar á meðal sex öryggisloftpúðum, virkum öryggishöfuðpúðum á framsætum, ESP stöðugleikabúnaði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspilara. Framleiðslan, sem á sér stað í nýjum verksmiðjum í Wolfsburg, er einnig háþróuð. “Auto 5000 GmbH”, eins og þessi nýja verksmiðja nefnist, hefur skapað 3.500 ný störf. Nýjir starfsmenn hafa hlotið sérstaka þjálfun og eru þátttakendur í framleiðslu, sölu, markaðsmálum, flutningum og gæðastjórnun. Nýja Touran-verksmiðjan og bifreiðin sem slík eru gott dæmi um hvernig unnið er að uppbyggingu atvinnuöryggis í Þýskalandi í dag. Þessi nýja verksmiðja Volkswagen, Auto 5000 GmbH, sýnir að hægt er að framleiða bifreiðir á samkeppnisfæran hátt og samkvæmt hæstu gæðakröfum innan Þýskalands.

Touran kemur á markað með vali á einni FSI vél og tveimur TDI dísilvélum. Touran 1.6 FSI 115 hö, dísilvélarnar eru 1.9 TDI, 100 hö og 2.0 TDI Trendline, 136 hö. Tveggja lítra turbódísilvélin er algerlega ný hönnun, með fjórum ventlum á hverjum strokki. Allar þessar vélar mæta EU 4 stöðlum varðandi útblástur og njóta því afsláttar af gjöldum á heimamarkaði í Þýskalandi.

Það þykir einstætt í þessum stærðarflokki á markaðinum að FSI og TDI-gerðirnar eru með sex gíra gírkössum. Síðar munu TDI-gerðirnar verða fáanlegar með nýjum gírkassa, sem er með svonefndri DSG “beinni skiptingu” (direct shift gearbox), sem einnig er með sex gíra áfram. Þessi nýi gírkassi sameinar kosti hefðbundinnar sjálfskiptingar og snöggar gírskiptingar og sparneytni venjulegs handskipts gírkassa. FSI vélina er einnig hægt að fá með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu. Fyrir utan blæjugerð nýju Bjöllunnar, er Touran eina bifreiðin í heiminum í dag sem er búin þverstæðri sex þrepa sjálfskiptingu.

Yfirbygging, innanrými, hjólabúnaður og margir hlutar drifrásarinnar eru ný hönnun ætluð fyrir Touran, sem er í boði með fimm eða sem aukabúnað, sjö sæti. Meðal þeirra atriða sem vekja mesta athygli í þessari vel heppnuðu fjölnotabifreiða er fjölhæf nýtin innanrýmis og mikið pláss sem er til staðar. Þar er að finna 39 mismunandi hillur, vasa og geymsluhólf notagildi og öryggi sem á sinn þátt höfðar til eigenda sem telja mikilsvert að geta verið á ferðinni. Touran uppfyllir óskir allra um fjölhæfa flutningsgetu, jafnt í vinnu sem og í frítíma.

Lipurð og öryggi hefur vakið athygli í akstri við allar aðstæður á þessari nýju bifreið frá Volkswagen, og er það ekki síst að þakka nýhönnuðum hjólabúnaði, með McPherson gormafjöðrun að framan og nýrri fjögurra liða fjöðrun að aftan. Þessi nýi undirvagn tryggir mesta hugsanlega stöðugleika og þægindi í akstri. Í fyrsta sinn hjá Volkswagen í þessum stærðarflokki er Touran með rafknúið vökvastýri. Í samanburði við hefðbundin vökvastýri notar þessi búnaður minni orku og eykur þar með sparneytni, hjálparaflið fer eftir aksturshraða og hægt er að láta búnaðinn mæta betur eiginleikum þeirra bifreiðar sem hann er í.

Yfirbygging Touran, sem er soðin saman með leysisuðu og er því einstaklega stíf, gefur einstaklega háan öryggisstuðul. Með öryggisloftpúðum að framan og til hliðar, ásamt höfuðöryggispúðum og virkum öryggishöfuðpúðum á báðum framsætum, veitir Touran farþegum umfangsmikla öryggisvernd. Þriggja festu öryggisbelti eru staðalbúnaður við öll sjö sætin. Diskahemlar á öllum hjólum (með kældum diskum að framan) ásamt ESP með hemlahjálp og ABS-læsivörn hemla eru staðalbúnaður sem tryggir mikið virkt öryggi.

Hægt er að bæta við þriðju sætaröðinni sem aukabúnað í Touran. Sætin tvö í þriðju sætaröðinni eru þægileg fyrir fullorðna farþega, og á auðveldan hátt er hægt að fella sætin niður í gólfið þegar þau eru ekki í notkun. Hægt er að haga farmrýminu eftir því hve mörg sæti eru í notkun: Í hefðbundinni fimm sæta uppröðun er pláss fyrir 695 lítra af farangri, en þessi tala hækkar í 1.989 lítra þegar aftursætin eru tekin í burtu. Heildarburðargetan er meira en 660 kíló. HEKLA kynnir nýjan Touran í vor hér á landi en verð liggur ekki fyrir enn.