Karfan er tóm.
Volkswagen vinnur Dakar rallið þriðja árið í röð !
Volkswagen vinnur Dakar rallið þriðja árið í röð
Dakar rallinu lauk um helgina, en það er talið erfiðasta aksturskeppni sem haldin er. Eftir 9.600 km og 13 sérleiðir við allra erfiðustu aðstæður í Argentínu og Chile komu þeir Nassar Al-Attiyah frá Katar og Timo Gottschalk frá Þýskalandi fyrstir í mark á Volkswagen Touareg Race 3. Volkswagen einokaði toppsætin í ár því það voru einnig keppnislið frá Volkswagen á Touareg Race 3, sem urðu í öðru og þriðja sæti. De Villiers og Von Zitewitz hlutu annað sætið og Carlo Sainz siguvegarinn 2010, ásamt aðstoðarmanni sínum Cruz, lentu í því þriðja.
Volkswagen er því ósigrað í Suður-Ameríku en Dakar rallið var flutt þangað fyrir þremur árum vegna ófriðar í sumum ríkja Afríku. Auk þess er Volkswagen eini framleiðandinn sem hefur unnið rallið á bílum sem knúnir eru dísilvélum. Má því segja að sigur Volkswagen í þessari erfiðustu aksturskeppni í heimi, sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir TDI dísiltækni Volkswagen.