Fara í efni

Volkswagen vinnur Gullna olíudropann 2008, verðlaun á sviði orku- og umhverfismála

Volkswagen bar sigur úr býtum í alþjóðlegu samkeppninni Gullni olíudropinn 2008 (Golden Drop of Oil 2008) með nýstárlegri samtvinnu vélar og gírkassa með hinni aflmiklu 90 kW TSI-vél og nýjum 7 þrepa DSG gírkassa. Volkswagen bar sigur úr býtum í alþjóðlegu samkeppninni Gullni olíudropinn 2008 (Golden Drop of Oil 2008) með nýstárlegri samtvinnu vélar og gírkassa með hinni aflmiklu 90 kW TSI-vél og nýjum 7 þrepa DSG gírkassa. Volkswagen bar sigur úr býtum í alþjóðlegu samkeppninni Gullni olíudropinn 2008 (Golden Drop of Oil 2008) með nýstárlegri samtvinnu vélar og gírkassa með hinni aflmiklu 90 kW TSI-vél og nýjum 7 þrepa DSG gírkassa.

 

Þýski bifreiðaklúbburinn “Kraftfahrer-Schutz e. V. (KS)” veitir þessi verðlaun á sviði orku- og umhverfismála á hverju ári. Verðlaunin veitir klúbburinn fyrir framfarir í fólksbílum sem metnar eru sem mikilsvert framlag til samdráttar í eldsneytiseyðslu og verndun umhverfisins.

 

Að mati dómnefndar búa þessar tvær tækninýjungar frá Volkswagen yfir snjallri samtvinnun sem saman stuðla markvert úr eldsneytiseyðslu og útblæstri. Í niðurstöðum dómnefndar var lögð áhersla á að tækni Volkswagen er til staðar í fjölda gerða bíla frá framleiðandanum, allt frá minnstu gerðum og upp í millistærðarbíla.

 

Í dómnefnd "Kraftfahrer-Schutz e.V." bifreiðaklúbbsins sitja sjálfstæðir sérfræðingar úr ýmsum greinum, þar á meðal vísindamenn, verkfræðingar, blaðamenn og stjórnmálamenn. Verðlaunin voru afhent í Munchen og veitti Dr. Tobias Loesche-ter Horst, yfirmaður forhönnunardeildar bensínvéla hjá Volkswagen, þeim viðtöku. Þetta er í fimmta sinn sem Volkswagen hlýtur þessi verðlaun. Áður höfðu til dæmis Golf Ecomatic fengið verðlaunin 1994 og þriggja lítra Lupo árið 1996.

 

Samspil 90 kW TSI-vélarinnar og nýja 7 þrepa DSG, (tvíkúplandi gírkassi), getur af sér mikla kosti. Verulega dregur úr eldsneytiseyðslu sem og útblæstri. Golf, sparneytnasti bíllinn í sínum flokki, eyðir einungis 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og losun koltvísýrings er 139 gr/km. Miðað við sambærilega forvera bílsins með sjálfskiptingu er eldsneytiseyðslan um 20% minni, (7,6 lítrar/100 km í stað 5,9 lítra/100 km nú). Um leið hefur snúningsvægi við meðalsnúningshraða aukist um 60 prósent.