Karfan er tóm.
VW kynnir bíl með 1 lítra vél
18. apríl. 2002
Volkswagen verksmiðjurnar hafa kynnt fyrsta 1 lítra bíl í heimi en unnið hefur verið að
hönnun slíks bíls síðan 1999, eða frá því að Volkswagen kynnti fyrst bíl með 3 lítra vél. Markmiðið hjá VW verksmiðjunum er að hanna bílvél sem kemur ökumanni 100 km. á einum bensínlítra á sama tíma og kröfum um þægindi og öryggi er uppfyllt. Í ökuferð sem ekin var frá verksmiðjunum í Wolfsburg til Hamborgar, sem er um 230 km. akstur, eyddi bíllinn, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði aðeins 0,89 lítrum á hundraði. Meðalhraðinn á leiðinni var 75 km/klst.Volkswagen verksmiðjurnar hafa kynnt fyrsta 1 lítra bíl í heimi en unnið hefur verið að
hönnun slíks bíls síðan 1999, eða frá því að Volkswagen kynnti fyrst bíl með 3 lítra vél. Markmiðið hjá VW verksmiðjunum er að hanna bílvél sem kemur ökumanni 100 km. á einum bensínlítra á sama tíma og kröfum um þægindi og öryggi er uppfyllt. Í ökuferð sem ekin var frá verksmiðjunum í Wolfsburg til Hamborgar, sem er um 230 km. akstur, eyddi bíllinn, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði aðeins 0,89 lítrum á hundraði. Meðalhraðinn á leiðinni var 75 km/klst.Volkswagen verksmiðjurnar hafa kynnt fyrsta 1 lítra bíl í heimi en unnið hefur verið að
hönnun slíks bíls síðan 1999, eða frá því að Volkswagen kynnti fyrst bíl með 3 lítra vél. Markmiðið hjá VW verksmiðjunum er að hanna bílvél sem kemur ökumanni 100 km. á einum bensínlítra á sama tíma og kröfum um þægindi og öryggi er uppfyllt. Í ökuferð sem ekin var frá verksmiðjunum í Wolfsburg til Hamborgar, sem er um 230 km. akstur, eyddi bíllinn, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði aðeins 0,89 lítrum á hundraði. Meðalhraðinn á leiðinni var 75 km/klst.
1 lítra vélin er ekki frábrugðin hefðbundnum bílvélum, hún er eins strokka og með 2 yfirliggjandi kambásum. Vélin er 3ja ventla og með beinni strokkinnsprautun og til að gera hana sem léttasta eru t.d. útblástursrörin gerð úr titanium. Vélin er aðeins 26 kg. og 300 rúmsentimetrar. Vélin skilar 8,5 hestöflum við 4000 snúninga og togar mest 18,4 Nm við 2000 snúninga. Hámarkshraði er um 120 km./klst.
Bíllinn sjálfur er mikið hönnunarafrek en hann er gerður fyrir ökumann og 1 farþega og vegur alls 290 kg. Loftstuðullinn er aðeins 0.159 og hefur afturhjólunum t.d. verið komið fyrir undir bílskelinni til að minnka loftmótstöðu. Speglar eru ekki lengur fyrir hendi á bílnum en myndavélum hefur verið komið fyrir í stefnuljósum til að ökumaður sjái til hliðar og afturfyrir sig.
Rafkerfi bílsins hefur verið hannað með það fyrir augum að spara sem mest eldsneyti. Framljós bílsins eru með xenon ljósum sem eru aðeins 32 W en hafa birtugeisla sem samsvarar 60 W. Ljóskerfið er hannað úr carbon og vegur aðeins 1,500 grömm.
Bíllinn sjálfur er mikið hönnunarafrek en hann er gerður fyrir ökumann og 1 farþega og vegur alls 290 kg. Loftstuðullinn er aðeins 0.159 og hefur afturhjólunum t.d. verið komið fyrir undir bílskelinni til að minnka loftmótstöðu. Speglar eru ekki lengur fyrir hendi á bílnum en myndavélum hefur verið komið fyrir í stefnuljósum til að ökumaður sjái til hliðar og afturfyrir sig.
Rafkerfi bílsins hefur verið hannað með það fyrir augum að spara sem mest eldsneyti. Framljós bílsins eru með xenon ljósum sem eru aðeins 32 W en hafa birtugeisla sem samsvarar 60 W. Ljóskerfið er hannað úr carbon og vegur aðeins 1,500 grömm.