Karfan er tóm.
VW kynnir nýjan Touareg lúxusjeppa - verður fáanlegur sem Touareg Hybrid
Það sveif menningarlegur andi yfir vötnum þegar ný gerð lúxusjeppans VW Touareg var kynnt í München í síðustu viku. Kynningin fór fram í Pósthöllinni í Munchen að viðstöddum 600 gestum. Þar á meðal var sigurliðið í Dakar rallinu, Carlos Sainz and Lucas Cruz sem einmitt óku Touareg rallbíl til sigurs. Ný gerð Touareg og nýr Touareg Hybrid tvinnbíll véku aldrei af sviðinu.
Það er von að mikið er haft við þegar ný kynslóð Touareg er kynnt. Bíllinn hefur nú þegar selst í 500.000 eintökum og hlotið mikið lof fjölmiðla.
Kvöldið var að sjálfsögðu helgað nýja lúxusjeppanum frá VW. En krydd í tilveruna voru heimsfrægir listamenn sem lögðu sitt af mörkum til þessarar hátíðlegu stundar. Hinn heimsþekkti fiðluleikari David Garrett hlaut mikið lof fyrir sitt framlag og veislustjóri var leikarinn Thomas Kretschmann sem flaug alla leið frá Hollywood til að taka þátt í kynningunni. Meðal annarra viðstaddra voru þekktir fjölmiðlamenn, atvinnurekendur og stjórnmálamenn. Sérfræðingar frá Volkswagen upplýstu gesti um nýja Touareg lúxusjeppann.
„Nýr Touareg er tæknilega fullkomnasti bíll Volkswagen frá upphafi. Allir hjá VW hafa unnið þrotlausa vinnu við þetta verkefni. Og við getum verið stolt af afrakstrinum,“ sagði Dr. Harald Ludanek, yfirmaður ökutækjaþróunar hjá Volkswagen.
Hybrid útfærsla Touareg er 208 kg léttari en hefðbundna gerðin og eyðir hún 20% minna eldsneyti. Bílnum er hægt að aka á allt að 50 km hraða eingöngu á rafmagni og er þá koltvísýringslosunin engin.
Sala hefst á nýja Touareg lúxusjeppanum og nýja Touareg Hybrid tvinnbílnum í Þýskalandi á næstu vikum.