Karfan er tóm.
Yfirlýsing vegna umfjöllunar um Procar
Vegna umfjöllunar varðandi breytingar á vegmælum bíla sem verið hafa verið í eigu Procar.
Þetta mál kom Heklu hf. mjög á óvart og ekki er vitað hvaða búnaður var notaður við téðar vegmælisbreytingar. Gagnaöflun stendur yfir varðandi umfang og eðli þessara breytinga sem gætu átt við bíla sem Hekla hefur selt. Samkvæmt upplýsingum í lok febrúar er um óverulegan fjölda bíla innflutta af Heklu að ræða.
Þegar Hekla hefur fengið staðfesta eigendasögu seldra bíla sem gætu fallið undir þetta mál verður haft samband við núverandi eigendur þeirra bíla sem við á. Hekla mun standa með sínum viðskiptavinum í þessu máli og hafa þeirra hagsmuni að leiðarljósi.
Ráðlegging til viðskiptavina
Komi upp grunur um að bíll okkar vörumerkja hafi breytta stöðu vegmælis munum við aðstoða við að leita misræmis og merkis um breytingar eftir þeim leiðum sem okkur eru færar, með könnun í tölvukerfi bílsins og með skoðun þjónustuskráninga. Verkferli er í vinnslu.
Viðbrögð við sannaðri vegmælisbreytingu
Finnist og sannist misræmi/stöðubreyting vegmælis í bíl sem fellur undir þetta mál verður Hekla viðskiptavinum sínum innan handar með að fá lausn sinna mála í samræmi við lög og reglur.
Einnig skal bent á að þegar bíll kemur til viðhalds- eða viðgerðaþjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila, eða sjálfstæðu verkstæði ætti rétt notkun þjónustuupplýsingakerfis að skilja eftir skráningu á stöðu vegmælis í miðlægan grunn sem getur nýst til að sannreyna réttmæti, eða varpa grun á fölsun.
Ef frekari spurningar vakna má senda fyrirspurn á hekla@hekla.is en í fyrirspurninni þarf að koma fram nafn eiganda bílsins, sími, netfang og bílnúmer. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.